ID: 18951
Fæðingarár : 1876
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Guðmundur Jónsson: Fæddur í Vík í Sæmundarhlíð í Skagafjarðarsýslu árið 1876.
Maki: 1) Guðbjörg Magnúsdóttir f.1878 d. 1908. Hún var dóttir Magnúsar frá Fjalli 2) Guðný Benediktsdóttir d.1933
Börn: Með Guðbjörgu: 1. Hermanía
Guðmundur fór vestur með móður sinni Sigríði Bjarnadóttur árið 1888. Var í Nýja Íslandi til að byrja með en 1891 fóru þau til N.Dakota. Þar var Guðmundur til vors 1895 en þá flutti hann á land sitt í Hólabyggð. Flutti til Glenboro 1909 og bjó ýmist þar eða á jörð sinni til dauðadags.
