Sigurjón Þórðarson

ID: 8615
Fæðingarár : 1867
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla

Sigurjón Þórðarson Mynd FaF

Sigurjón Þórðarson: Fæddur í Eyjafjarðarsýslu árið 1867. Dáinn í Geysirbyggð árið 1959. Thordarson vestra.

Maki: 1889 Anna Jónsdóttir fædd í sömu sýslu árið 1853, d. um 1933.

Börn: 1. Þórný Margrét f. 1890 2. Ólafur Tryggvi f. 1892 3. Signý Rósbjörg f. í Geysirbyggð árið 1894, d. 1944 4. Jóhannes f. 24. febrúar, 1897 í Geysirbyggð.

Fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1893 og fóru í Geysirbyggð þar sem Björg, systir Önnu og hennar maður bjuggu á Blómsturvöllum. Sigurjón nam svo land í byggðinni þremur árum seinna sama ár og nefndi Nýhaga. Lítið var um búskap fyrstu árin, fáeinar hænur og nokkrar kýr. Eftir 1910 stundaði Sigurjón veiðar á Winnipegvatni, fór út á vatn á haustin og sneri aftur um miðjan vetur. Smám saman vænkaðist hagur fjölskyldunnar, járnbraut var lögð til Árborgar og þá var hægt að koma skógafurðum í verð. Jóhannes tók svo við búinu.