Sigurfinnur Sigurðsson

ID: 19469
Fæðingarár : 1857
Fæðingarstaður : V. Skaftafellssýsla
Dánarár : 1923

Hermann, Olgeir, Sesselja, Finnur, Guðjón og Árni. Mynd A Century Unfolds

Sigurfinnur Sigurðsson: Fæddur í V. Skaftafelssýslu árið 20. júní, 1857. Dáinn í Spy Hill í Saskatchewan árið 1923.

Maki: Sesselja Árnadóttir f. 1871 í S. Múlasýslu. Dáin 11.september, 1963 í Foam Lake í Saskatchewan.

Börn: 1. Árni f. 1896, d. 9. apríl, 1957 2. Guðný f. 27. apríl, 1899. Dó ung. 3. Sigurfinnur (Finnur) f. 12. júlí, 1900 4. Björgvin 3. nóvember, 1901

5. Sesselja (Lóa) f. 8. apríl, 1904 6. Olgeir f. 10. september, 1910 7. Guðjón (John) f. 15. júlí, 1913 8. Hermann f. 18.febrúar, 1915 9. Sesselja (Lóa)

Fluttu vestur árið 1911 og fóru í byggðina í Spy Hill í Saskatchewan þar sem þau þekktu fólk. Þaðan fóru þau árið 1912 og tóku land í Framnesbyggð. Fjölskyldan var stór en land þeirra dugði skammt, þau vildu stærra og sneru aftur til Spy Hill í Saskatchewan og námu gott land nálægt Gerald. Þau lentu í erfiðleikum þegar mikið þurrkaskeið gerði búskap erfiðan þar um slóðir. Fluttu þess vegna norður til Foam Lake.