Dagbjartur Guðbjartsson

ID: 4511
Fæðingarár : 1889

Dagbjartur Guðbjartsson Mynd VÍÆ I

Dagbjartur Guðbjartsson fæddist í Barðastrandarsýslu 10. júní, 1889.

Maki: 3. ágúst, 1921 Lovísa Torfadóttir f. 27, september, 1890 í Barðastrandarsýslu.

Börn: 1. Torfi Guðbjartur f. 17. júní, 1922 2. Gunnar Heinrekur f. 7. október, 1925.

Dagbjartur var sonur Guðbjarts Jónssonar og Sigríðar Össurardóttur og fór með þeim vestur árið 1911. Hann var fyrst í Winnipeg þar sem hann fékk vinnu hjá strætisvagnafélagi borgarinnar. Seinna fór hann til frænda síns Nikulásar Ottenson í Par River í Manitoba. Þaðan lá leið hans til Akra í N. Dakota þar sem hann vann við húsbyggingar. Hann fór til Íslands árið 1915 og dvaldi þar eitt ár. Sennilega hafa leiðir hans og Lovísu legið saman það ár og hún trúlofast honum. Hún flytur vestur árið 1921 og giftist honum fljótlega eftir komuna þangað.