Tómas Þórðarson

ID: 19377
Fæðingarár : 1858
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla

Tómas Þórðarson og Þórunn Jóhannesdóttir

Tómas Þórðarson fæddist árið 1858 í Eyjafjarðarsýslu. Paulson vestra

Maki: Þórunn Jóhannesdóttir fædd í Eyjafjarðarsýslu árið 1867.

Börn: 1. Jóhannes Þórður d. 29. október, 1910 2. Guðrún Rósa 3. Guðný 4. Rósa Guðný

Tómas fór einsamall vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883. Dvaldi þar stutt því hann hélt til N. Dakota strax sama haust og var þar veturinn. Sumarið 1884 fór hann til Winnipeg og vann þar við trésmíði í þrjú ár. Aftur sneri hann til N. Dakota og vann þar næstu tvö árin en haustið 1889 flutti hann í Þingvallabyggðina í Saskatchewan. Þar bjó hann til ársins 1898 en þá nam hann land í Vatnabyggð norðaustur af Leslie. Þórunn fór vestur með foreldrum sínum, Jóhannesi Bjarnasyni og Lilju Daníelsdóttur árið 1883.