Kristín Örnólfsdóttir

ID: 4687
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1859
Fæðingarstaður : Ísafjarðarsýsla
Dánarár : 1920

Standandi fyrir aftan: Sesselja Margrét og Ólöf Jóhanna. Framar Daníel Sveinn, Kristín og Elínborg Sigbjört.

Kristín Örnólfsdóttir fæddist í Önundarfirði í Ísafjarðarsýslu 24. júní, 1859. Dáin í Nýja Íslandi 11. maí, 1920.

Maki: 1886 Daníel Eggertsson, drukknaði árið 1888. Gerðist bústýra hjá Ólafi Ólafssyni árið 1891. Hann lést í Mikley 73 ára.

Börn: Með Daníel 1. Þorleifur f. 1884. Með Ólafi 1. Sesselja Margrét 2. Ólöf Jóhanna 3. Elínborg Sigbjört 4. Daníel Sveinn. Kristín flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með Ólafi Ólafssyni árið 1893. Þau settust að í Mikley þar sem Ólafur nam land og nefndi Öldubæ. Þar bjuggu þau í sex ár en þá flæddi Winnipegvatn og urðu þau að yfirgefa land sitt. Kristín nam þá land sem kallaðist Skógarnes og bjó þar alla tíð.