Jón Helgason fæddist 14. júlí, 1850 í Ísafjarðarsýslu.
Maki: Guðrún Sigurðardóttir f. í Ísafjarðarsýslu 23. ágúst, 1862.
Börn: 1. Magnús f. 18. október, 1895, d. 1923 2. Elísa Mína Ingibjörg f. 2. júní, 1900.
Þau fluttu vestur til Manitoba árið 1893 og settust að í Argylebyggð. Þar bjuggu þau í 9 ár en 1902 fluttu þau vestur að Kyrrahafi og settust að í Blaine. Þar voru þau í 4 ár. Árið 1902 keypti jón 51 ekru lands á Point Roberts á suðvestur hluta tangans. Fyrir voru fremur lálegar byggingar og var það fyrsta verk Jóns að byggja nýtt íbúðarhús þar sem þau bjuggu í 14 ár. Árið 1920 seldi Jón landið og húsin, fluttu í Pleasant Valley, tæpa 13 km suður af Blaine. Þar reisti Jón íbúðarhús og naut nú aðstoðar sonar síns á táningsaldri. Hann hugðist byggja sér myndarlegt heimili þar sem foreldrarnir gætu búið með honum á efri árum. Þarna bjuggu Jón og Guðrún til æviloka.
