
Guðmundur og Elín með Ástu og Edward.
Guðmundur Guðbrandsson fæddist 1861 á Álftanesi í Gullbringusýslu.
Maki: Elín Sigurðardóttir fæddist 1872 í Árnessýslu.
Börn: 1. Ásta 2. Edward Ágúst 3. Óskar 4. Dagmar 5. Karl 6. Halldór.
Guðmundur var sonur Ástríðar Árnadóttur og Guðbrandar Hinrikssonar sem lést þegar Guðmundur var 4 ára. Hún giftist seinna Narfa Halldórssyni og fór með honum vestur árið 1877. Guðmundur flutti vestur árið 1882 og var fyrst um sinn í Winnipeg. Þaðan fór hann til Norður Dakota og var þar um hríð áður en hann sneri aftur til Winnipeg. Hann var á ýmsum stöðum í Manitoba og Saskatchewan m.a. í Þingvallabyggð hjá móður sinni og Narfa. Hann flutti með Elínu á Big Point skömmu fyrir aldamótin en árið 1902 fluttu þau vestur að Kyrrahafi og settist að á Point Roberts. Hann keypti land árið 1919 rétt utan við Blaine í Washingtonríki og bjó þar. Hreinsaði skóg og kjarr og reisti myndarlegt hús.
