
Aftari röð: Guðmundur, Margrét og Guðný, Guðríður, Þorsteinn og Vigfús fyrir framan
Vigfús Þorsteinsson fæddist 23. október,1853 í Gullbringusýslu.
Maki: Guðríður Guðmundsdóttir f. 4. ágúst, 1855 í Borgarfjarðarsýslu.
Börn: 1. Margrét 2. Guðný 3. Guðmundur Ólafur 4. Þorsteinn
Vigfús og Guðríður fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883. Þau bjuggu þar fyrst um sinn en fluttu þaðan til Shellmouth í Saskatchewan og í Þingvallabyggð fóru þau 1886. Árið 1894 fóru til Portage la Prairie í Manitoba og þaðan á Big Point. Árið 1898 lá leiðin til Big Grass í Manitoba þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Fluttu næst, 1909, í Beaver byggð suður af Westbourne þar sem þau bjuggu í allmörg ár. Fluttu þaðan til Lundar en héldu áfram búskap á landi sínu í Beaver byggð.
