Salóme Halldórsdóttir

ID: 4766
Fæðingarár : 1885
Fæðingarstaður : 1970

Elín Salóme Halldórsdóttir Mynd WtW

Salóme Halldórsdóttir fæddist í Ísafjarðarsýslu 17. ágúst, 1886. Dáin í Manitoba 31. maí, 1970.

Ógift og barnlaus.

Salóme flutti til Vesturheims árið 1887 með foreldrum sínum, Halldóri Halldórssyni og Kristínu Pálsdóttur. Þau settust að í Lundarbyggð í Manitoba þar sem Salóme ólst upp. Hún kaus menntaveginn, fót til Winnipeg og stundaði nám í Wesley College og Manitobaháskóla. Þar lauk hún BA prófi í tungumálum árið 1910 og fór svo í framhaldsnám í frönsku í Middlebury College í Vermont og París. Sneri aftur til Manitoba þar sem við tók skólastjórn og kennsla. Hún var stjórnmálakona, sat á fylkisþingi í Manitoba 1935-41.