Árni Hannesson

ID: 19219
Fæðingarár : 1845
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla

Árni Hannesson og Margrét Guðrún Hallgrímsdóttir Mynd TSPLD

Árni Hannesson fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1845.

Maki: Margrét Guðrún Hallgrímsdóttir f. í Húnavatnssýslu árið 1852.

Börn: 1. Eggert 2. Jón 3. Hallgrímur 4. Óli 5. Tryggvi. Tveir synir, Hannes og George dóu í æsku.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 og fóru vestur í Þingvallabyggð í Saskatchewan. Dvöldu í Churchbridge fyrst um sinn en námu svo land í byggðinni árið 1891. Átta árum síðar, 1899 fóru þau austur til Binscarth í Manitoba þar sem þau leigðu land í tæpt ár. Vorið 1900 keyptu þau tvö lönd í miðri Big Point byggð og bjuggu þar til ársins 1926 en þá seldu þau og fluttu í Langruth.