Elín Stefánsdóttir

ID: 1174
Fæðingarár : 1836
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Dánarár : 1923

Elín Stefánsdóttir fæddist 15. júní, 1836 í V. Skaftafellssýslu. Dáin í N. Dakota árið 1923.

Maki: Ólafur Þorsteinsson f. í Árnessýslu 1. janúar, 1831. Dáinn í N. Dakota 19. janúar, 1910.

Börn: 1. Guðrún f. 1869 2. Jórunn 3. Stefanía. Fósturbörn þeirra voru Sigríður og Þorgils Þorsteinsbörn.

Ólafur fór einsamall vestur árið 1877 og nam land í Árnesi í Marklandi í Nýja Skotlandi. Þangað kom svo Elín ári seinna með börnin svo og systur Ólafs, Snjáfríði. Þau fluttu þaðan vestur í Rauðárdal árið 1882 og settust að í Pembinabyggð í N. Dakota þar sem þau bjuggu alla tíð.