ID: 4824
Fæðingarár : 1857
Fæðingarstaður : Ísafjarðarsýsla
Ásta Salvör Þorvarðardóttir fæddist í Ísafjarðarsýslu árið 1857.
Maki: 1890 í Calgary Magnús Steinsson f. í Skagafjarðarsýslu árið 1861.
Börn: 1. Þorsteinn Óskar, d. ungur 2. Össur Kristján 3. Ásta 4. Guðrún.
Ásta Salvör flutti vestur til Manitoba árið 1888. Magnús flutti vestur árið 1883 og vann á ýmsum stöðum í Manitoba, helst járnbrautavinnu. Flutti vestur til Calgary árið 1890, kvæntist það ár og nam svo land í Alberta nýlendunni nærri Burnt Lake ári síðar. Það reyndist ekki gott, skilaði hann því og flutti næst vestur að Medecine ánni þar sem hann var einhvern tíma. Árið 1898 nam hann svo land vestan árinnar og bjó þar til ársins 1907, seldi þá og flutti norður í bæinn Ponoka. Vann járnbrautavinnu eftir það.
