ID: 19344
Fædd(ur) vestra
Fæðingarstaður : Vatnabyggð
Oddur Oddsson fæddist í Vatnabyggð í Saskatchewan.
Hann var sonur Magnúsar Oddssonar sem vestur fór með foreldrum sínum árið 1887 og bjuggu í N. Dakota. Oddur rak um skeið hótel í þorpinu Tantallon, nam land í Hólarbyggð en flutti svo þaðan til Langruth í Manitoba.
