Jón Sæmundsson

ID: 19130
Fæðingarár : 1880
Fæðingarstaður : Árnessýsla

Jón Sæmundsson fæddist í Árnessýslu árið 1880.

Maki: Jóna Aðalbjörg Gunnarsdóttir, dóttir Gunnars Helgasonar landnámsmanns í Álftárdalsbyggð.

Börn: 1. Anton 2. Margaret 3. Connie 4. Sarah 5. Alfred 6. Bruce 7. Emely 8. Theodore

Jón fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1900 og dvaldi þar í borg til ársins 1907. Fór þá í Grunnavatnsbyggð þar sem hann bjó í hálft annað ár og þaðan svo til Oak Point.  Eftir fjögurra ára veru þar flutti hann í Álftardalsbyggð og settist að í Swan River þorpi.