Gróa Magnúsdóttir

ID: 1204
Fæðingarár : 1854
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Dánarár : 1936

Gróa og dóttir hennar, Halldóra. Mynd WtW

Gróa Magnúsdóttir fæddist í Árnessýslu árið 1854. Dáin í Lundar 1936.

Maki: Sigurbjörn Guðmundsson fæddist í Dalasýslu 5. janúar, 1850. Dáinn í Lundarbyggð 12. nóvember, 1930.

Börn: Sigurbjörn átti ekki barn með Gróu en hún átti dóttur fyrir, Halldóru og gekk Sigurbjörn henni í föðurstað.

Gróa fór vestur um haf með foreldrum sínum, Magnúsi Einarssyni og Ragnhildi Magnúsdóttur árið 1887. Bróðir hennar Magnús, fór vestur til Winnipeg árið áður og þaðan í Þingvallabyggð í Saskatchewan. Þar nam hann sjálfur land og einnig annað í nafni föður síns. Þangað fór Gróa árið 1887.  Sigurbjörn og Guðrún, fyrri kona hans, fóru vestur með dætur sínar til Winnipeg í Manitoba árið 1883. Ferðalagið reyndist Guðrúnu um megn, hún lést í Winnipeg fáeinum vikum eftir komuna þangað. Sigurbjörn kom dætrum sínum fyrir hjá vinum í borginni en sjálfur stundaði hann járnbrautarvinnu fyrir utan borgina. Gróa og Sigurbjörn námu land í Lundarbyggð og bjuggu þar alla tíð.