ID: 1931
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1887
Fæðingarstaður : Akrabyggð

Gunnlaugur Bjarni Gunnlaugsson Mynd SÍND
Gunnlaugur Bjarni Eggertsson fæddist í Akrabyggð í N. Dakota 10. júní, 1887. G. B. Gunlogson vestra.
Maki: 1916 Esther Nielsen.
Barnlaus.
Foreldrar Gunnlaugs, Eggert Gunnlaugsson og Rannveig Rögnvaldsdóttir námu land í Akra og ólst hann þar upp í foreldrahúsum. Hann kaus menntaveginn og innritaðist í ríkisháskólann í Grand Forks. Hann vann lengi hjá J. I. Case vélafélaginu og gerði þar ýmsar uppgötvanir sem mjög bættu vinnu bænda. Hann var mikill náttúruunnandi og náttúruverndarsinni. Hann eftirlét Dakota landið sitt í Akrabyggð sem í dag hýsir byggðasafnið Icelandic State Park.
