Soffía Jónsdóttir

ID: 18971
Fæðingarár : 1836
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1923

Soffía Jónsdóttir fæddist árið 1836 í Skagafjarðarsýslu. Dáin í Blaine í Washingtonríki árið 1923.

Maki: Sigvaldi Jónsson, fór ekki vestur.

Börn: 1. Steffanía Sigríður f. 1863 2. Jón f. 1866 3. Guðrún f. 1869.

Börn Soffíu, þau Jón og Guðrún fluttu til Vesturheims, Guðrún árið 1891 og Jón ári seinna. Ein vesturíslensk heimild (IRS) getur þess að Soffía hafi farið vestur og búið allmörg ár hjá Jóni í Fljótsbyggð. Þaðan hafi hún svo flutt til Blaine í Washingtonríki. Sama heimild getur þess að Guðrún hafi gifst vestra og búið í Vancouver. Það má þá leiða líkum að því að Guðrún, búsett vestur við Kyrrahaf, hafi átt þátt í því að Soffía, á efri árum, hafi flutt vestur þangað.