Jóhann Jóhannsson fæddist 23.júní, 1857 í Eyjafjarðarsýslu. Dáinn 12. mars, 1935 í Selkirk.
Maki: 21. júlí, 1878 Friðrika Rósa Jónsdóttir f. 1851 í Eyjafjarðarsýslu, d. 22. júní, 1941 í Selkirk. Þau skildu árið 1899.
Börn: 1. Jón f. 1885, d. 4 ára 2. Árni f. 1887 3. Jónína Jóhanna f. 20. júní, 1889 í Mikley 4. Sigríður f. 21. október, 1891 5. Stefán f. 1893 6. Ingiberg Karl f. 16. október, 1895. Fjögur börn þeirra dóu á Íslandi á árunum 1878-1883.
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 og settust að í Selkirk. Winnipegvatnið heillaði Jóhann og fluttu þau því norður í Mikley árið 1889 og þaðan í Ísafoldarbyggð árið 1891. Þau bjuggu þar til ársins 1897 en þá hrakti flóð í Winnipegvatni þau af landi sínu og fóru þau aftur út í Mikley. Friðrika réði sig í vinnu á ýmsum bæjum í eynni en Jóhann hélt landi þeirra. Árið 1929 fluttu þau saman til Selkirk og bjuggu þar hjá dóttur þeirra, Sigríði síðustu árin.
