Magnús Pétursson

ID: 19479
Fæðingarár : 1868
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1945

Magnús Pétursson fæddist í Húnavatnssýslu 2. september, 1869. Dáinn í Winnipeg 5. júní, 1945.

Maki: Guðrún Guðmundsdóttir, ættuð af Austurlandi.

Börn: Upplýsingar vantar.

Heimildir vestra (SÍV5 bls.303-304 og Almanakið 1946) segja að Magnús hafi flutt vestur um haf árið 1890. Manntal á Íslandi nefnir hann leigjanda á Laugavegi 15 það ár. Vel má vera að hann hafi flutt vestur seint á árinu en hann fór beint til Winnipeg og fékk strax vinnu við prentun en þá iðn hafði hann lært á Íslandi. Hann tók þátt í að stofna blaðið Öldina með Jóni Ólafssyni og þegar það blað sameinaðist Heimskringlu vann hann við það eitthvað áfram. Vann við prentun í Winnipeg alla tíð.