Gunnlaugur Jóhannsson settist að í Winnipeg og bjó þar nánast alla tíð, dvaldi eitt ár í Seattle. Hann hafði áhuga á verslun og byrjaði með sælgætisbúð en fór svo í matvöru. Rak matveruverlun nánast til dauðadags. Hún naut vinsælda, var björt, með gott vöruúrval og kaupmaðurinn sjálfur vinsæll og faglegur.