Halldór Sigurgeirsson

Vesturfarar

Halldór Sigurgeirsson settist að í Winnipeg árið 1887 og eftir að hafa unnið nánast hvað sem var fyrstu árin opnaði hann verslun árið 1898. Hann lét reisa allstórt hús á horni Sherbrooke St og Elgin Ave, flutti með fjölskyldu sína á efri hæð en rak verslunina á jarðhæð. Í einu horni verslunarinnar kom Halldór fyrir safni íslenskra bóka og tímarita og fékk senda titla frá Íslandi. Seldi hann mikið af íslenskum bókum.