Jón Jónsson Vopni

Vesturfarar

Þetta hús byggði Jón Vopni árið 1902

Jón Vopni hafði lært trésmíði hjá föður sínum á Vopnafirði og vann við það fyrstu árin þegar hann kom til Winnipeg. Sneri sér svo seinna, 1904, að fasteignasölu og átti í fasteignasölunni Oddsson, Hansson & Vopni. Hætti því eftir fáein ár og sneri sér að prentverki. Stofnaði með sonum sínum prentsmiðju sem hann rak í allmörg ár.