Björn Magnússon

ID: 1388
Fæðingarár : 1857
Fæðingarstaður : Rangárvallasýsla

Björn Magnússon fæddist í Rangárvallasýslu 30. september, 1857.

Maki: 1895 María Guðmundsdóttir f. 8. mars, 1868 í Vestmannaeyjum, d. 1896.

Börn: 1. Björn Jóhannes 2. Elín 3. Karólína.

Björn flutti vestur til Utah árið 1886 og settist að í Spanish Fork. María fór þangað með fyrri manni sínum, Jóhannesi Jónssyni og dóttur þeirra Ólafíu árið 1882. Björn og María fluttu til Dawson í Yukon þar sem María lést 1896. Birni vegnaði þar vel, flutti til Blaine í Washington þar sem hann keypti land og bjó þar síðan.