Helga K Jónsdóttir

ID: 18933
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1893
Dánarár : 1976

Helga Kristín Jónsdóttir fæddist í Garðar í N. Dakota 12. september, 1893. Dáin 9. september, 1976 í Vatnabyggð. Helga Johnson vestra.

Maki: 25. janúar, 1918 Sigbjörn Arngrímsson fæddist í Garðar, N. Dakota 14. október, 1886, d. í Saskatchewan 13. apríl, 1959.

Börn: 1.Pauline f. 29. desember, 1918 2. Þórunn f. 14. október, 1920 3. Sophie f. 12. maí, 1927 4. Peter f. 12. nóvember, 1929 5. Sigríður f. 13. október, 1932.

Helga var tekin í fóstur af hjónunum Helga Jóhannessyni og Þórunni Ólafsdóttur, landnemum í Garðar í N. Dakota. Á uppvaxtarárunum kynntist hún vel fjölskyldu Arngríms Arngrímssonar í Garðar og þau kynni leiddu til þess að árið 1916 var hún ráðin í mötuneyti í þreskingarvinnu hjá Jóni Arngrímssyni í Vatnabyggð. Bróðir Jóns, Sigbjörn, vann þar þá og eitt leiddi af öðru. Sigbjörn steig á land sitt norður af Mozart í Saskatchewan 28. október, 1905. Bræður hans, Stefán, Sigurður og Jón voru honum samferða og allir námu þar land. Móðir þeirra, Þorbjörg Magnúsdóttir flutti þangað ári síðar ásamt Soffíu, dóttur sinni.