Sæunn Markúsdóttir

ID: 19212
Fæðingarár : 1870
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla

  Sæunn Markúsdóttir fæddist 19. maí, 1870 í Eyjafjarðarsýslu.

Maki: 14. ágúst, 1914 Gunnar Jóhannesson f. 12. nóvember, 1867 í N. Múlasýslu. Gunnar Hólm (Holm) vestra.

Börn: Upplýsingar vantar.

Sæunn var dóttir Markúsar Ívarssonar og Guðríðar Guðmundsdóttur í Eyjafirði en ólst upp hjá Jóhannesi Jónssyni og Þorgerði Kristjánsdóttur.  Hún flutti á Seyðisfjörð árið 1892 og þaðan til Noregs þar sem hún bjó til ársins 1901. Sneri til baka til Íslands en árið 1913 sigldi hún til Kanada og settist að í Winnipeg tæpt ár. Fór til Marietta í Washington ríki þar sem Gunnar bjó.