Guðrún Jónsdóttir

ID: 1507
Fæðingarár : 1816
Fæðingarstaður : V. Skaftafellssýsla
Dánarár : 1878

Guðrún Jónsdóttir fæddist í V. Skaftafellssýslu 14. ágúst, 1816. Dáin 4. desember, 1878 í Spanish Fork í Utah.

Maki: 30. september, 1847 Einar Bjarnason f. 4. mars, 1809 í V. Skaftafellssýslu, d. 25. nóvember, 1890.

Börn: 1. Gísli f. 24. nóvember, 1849, d. 17. ágúst, 1934 2. Helga f. 11. desember, 1853, d. 21. nóvember, 1918 3. Þorgerður 29. maí, 1858, d. 12. maí, 1946. Þau áttu fleiri börn.

Guðrún var systir Lofts, Mormónatrúboða sem var á Íslandi árið 1874. Tók hún trú og fór með honum vestur til Spanish Fork sama ár. Með henni fóru Helga og Þorgerður og fósturdóttirin, Gróa Þorláksdóttir. Gísli, sonur hennar, fór vestur ári síðar en Einar sendi hann vestur til að sækja Guðrúnu og dæturnar. Guðrún var þá veik og ekki kom til greina að hún kæmist til baka enda var kannski ekki mikill áhugi hjá henni. Hún bjó í Spanish Fork.