ID: 19134
Fæðingarár : 1870
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Dánarár : 1961

Ragnheiður Margrét Erlendsdóttir Mynd VÍÆ IV
Ragnheiður Margrét Erlendsdóttir fæddist 7. júní 1870 í Árnessýslu. Dáin 5. júlí 1961 í Gimli, Manitoba.
Maki: 2. febrúar, 1901 Árni Pálsson fæddist í N. Múlasýslu 16. janúar, 1879, d. 29. október, 1957 í Manitoba.
Barnlaus.
Ragnheiður var systir Ingimundar, Guðjóns og Eyjólfs sem settust að við Manitobavatn. Árni flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 með foreldrum sínum og systkinum. Þau settust að í Geysirbyggð í Manitoba og bjuggu þar í fimm ár. Fluttu þaðan til Winnipeg þar sem Árni kvæntist. Hann fór norður á Bluff tangann við Manitobavatn og nam þar land. Árið 1904 sneri hann aftur til Winnipeg og stundað þar viðskipti sem gáfu vel. Hann sneri aftur á land sitt á Bluff og bjó þar.
