ID: 19151
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1887
Fæðingarstaður : Garðarbyggð
Dánarár : 1958
Ingibjörg Benediktsdóttir fæddist 7. júní, 1887 í Garðarbyggð í N. Dakota. Dáin í Winnipeg árið 1958.
Ógift og barnlaus.
Ingibjörg var dóttir Benedikts Jóhannessonar og Ástu Sæmundsdóttur sem bjuggu í Garðarbyggð í N. Dakota. Þar ólst Ingibjörg upp en árið 1920 flutti hún með Jónínu Snjólaugu systur sinni og hennar manni, Jósef Jóhannessyni í Vtnabyggð í Saskatchewan. Þær systur voru alla tíð afar nánar og unnu mikið saman. Báðar störfuðu þær af kappi í kvenfélaginu Liljan. Þegar maður Jónínu féll frá þá fluttu þær árið 1943 til Winnipeg og bjuggu þar saman með Valgerði, dóttur Jónínu.
