Magnús Jóhannesson

ID: 19152
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1887
Fæðingarstaður : Winnipeg
Dánarár : 1947

Magnús og Aðalbjörg sitja og synirnir Edwin, Magnús og Valdimar standa. Mynd RbQ

Magnús Jóhannesson fæddist í Winnipeg árið 1887. Dáinn í Vatnabyggð árið 1947. Magnus Gillis vestra.

Maki: 1914 Aðalbjörg Jakobsdóttir Vopni f. 18. október, 1890 í N. Múlasýslu.

Börn: 1. Magnús Roy f. 1916 2. Bertel Valdimar f. 1921 3. Edwin f. 20. janúar, 1924 4. Maríus Leonard f. 1927, d. sama ár.

Foreldrar Magnúsar, Jóhannes Gíslason og Valgerður Stefánsdóttir fluttu vestur til Winnipeg árið 1887. Hann flutti með þeim til Duluth í Minnesota árið 1892 og þaðan vorið 1902 í Garðarbyggð í N. Dakota Þegar skólagöngu Magnúsar lauk vann hann við skógarhögg í Ontario en árið 1906 nam hann land í Vatnabyggð í Saskatchewan nærri Wynyard. Ekkert varð úr búskap þar heldur keypti hann annað land í byggðinni nokkrum árum síðar og byggði þar hús. Þar bjó hann alla tíð. Aðalbjörg var dóttir Jakobs Ágústs Jónssonar Vopna og Arnbjargar Jónsdóttur frá Vopnafirði.