ID: 19204
Fæðingarár : 1876
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1942
Þórður Ólafsson fæddist 30. mars, 1876 á Vesturlandi. Dáinn 8. desember, 1942 í St. Louis sýslu í Minnesota.
Maki: Sigrún f. á Íslandi.
Börn: 1. Kristín (Christine) f. 1909 2. Ruth f. 1913 3. Caroline f. 30. desember, 1914 4. Florence f. 1917.
Þórður mun hafa verið sonur Ólafs Ólafssonar og Þuríðar Guðmundsdóttur, bæði látin fyrir 1891, sem bjuggu fyrst í Snæfellsnessýslu og seinna í Hnappadalssýslu. Upplýsingar vantar um Sigrúnu. Í manntali í árið 1910 er Þórður kvæntur maður, búsettur með konu og barni í Tacoma í Washington við Kyrrahaf. Starfar þar við járnbraut en 1930 segir manntal hann búsettan í Duluth. Seinna fluttu þau til Proctor, vestur af Duluth þar sem þau bjuggu lengi.
