Þorbjörg Sigurbjörnsdóttir

ID: 19240
Fæðingarár : 1874
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1901

Systurnar Þorbjörg og Þuríður. Mynd Dalamenn III

Þorbjörg Sigurbjörnsdóttir fæddist í Dalasýslu 30. júlí, 1874. Dáin í Winnipeg 13. september, 1901.

Maki: Ívar Jónasson f. í Snæfellsnessýslu árið 1860, d. 25. febrúar, 1940 á Betel á Gimli.

Börn: 1. Guðrún f. í ágúst, 1901.

Þorbjörg flutti vestur til Winnipeg árið 1883 með foreldrum sínum, Sigurbirni Guðmundssyni og Guðrúnu Jóhannesdóttur. Þar lést móðir hennar stuttu eftir komuna til borgarinnar. Sigurbjörn kvæntist aftur og gekk kona hans, Gróa Magnúsdóttur Þorbjörgu í móðurstað. Þau settust að í Lundarbyggð og tóku Guðrúnu litlu að sér og ólu upp fram að fermingu. Þá flutti hún til Þuríðar, móðursystur sinnar sem bjó í Winnipeg.