Ólafur S Freeman

ID: 19307
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1888
Fæðingarstaður : Upham
Dánarár : 1951

Ólafur Sigurjón fæddist í Akrabyggð í N. Dakota árið 1888. Dáinn 20. mars, 1951 í Kaliforníu. Olafur (Oliver) Sigurjon Freeman og O. S. Freeman vestra.

Maki: Sigríður Stefánsdóttir f. í N. Dakota 11. júní, 1889, d. í Minnesota 5. apríl, 1975.

Börn: 1. William f. 1912 2. Kristján f. 1914 3. Stefán Frederick Holm f. 28. mars, 1915 4. Donald Wilmar f. 6. apríl, 1917 5. Erlingur f. 1920 6. Helen f. 1925 7. Olive f. 1929.

Ólafur var sonur Jóns Jónssonar úr Dalasýslu og Helgu Jakobínu Ólafsdóttur frá Bjarnastöðum í Hvítársíðu, landnema í Akrabyggð í N. Dakota. Sigríður var dóttir Stefáns Jónssonar og Hólmfríðar Hansdóttur úr Borgarfirði sem gefin voru saman í N. Dakota 18. janúar, 1889 og settust að í Upham. Ólafur var bankastarfsmaður í Souris í N. Dakota, bjó í Upham einhver ár en svo flutti fjölskyldan á Long Beach í Kaliforníu. Stuttu eftir lát Ólafs flutti Sigríður til Minneapolis en þar bjuggu þá synir hennar, Stefán og Donald.