Jón Pétursson fæddist í Marklandi í Nova Scotia 23. janúar, 1878. Dáinn í Mouse River byggð í N. Dakota 16. september, 1921. Jon Peter Hillman vestra.
Maki: 12. desember, 1901 Steinunn Frímannsdóttir f. í Skagafjarðarsýslu 1883, d. árið 1963.
Börn: 1. Snjólaug (Molly) f. 1. janúar, 1903 2. Helga Ólöf (Olive) f. 26. desember, 1904 3. Pétur f. 2. september, 1906, d. 31. mars, 1972 í N. Dakota 4. Jón (John) Gunnar f. 21. október, 1908, d. 1991 5. Sigurður W. f. 23. nóvember, 1910 6. Kristófer (Christopher) Jóhannes f. 30. janúar, 1913, d. 2005 í Minneapolis 7. Una E. f. 11. mars, 1915, d. 21. apríl, 1993.
Jón flutti vestur frá Marklandi árið 1881 með foreldrum sínum, Pétri Jónssyni og Ólöfu Kjartansdóttur. Þau settust að í Akrabyggð í N. Dakota. Steinunn flutti vestur til N. Dakota árið 1888 með foreldrum sínum, Rósenkar Frímanni Hannessyni og Helgu Jóhannesdóttur og systkinum. Jón og Steinunn fluttu vorið 1902 í Mouse River byggð og bjuggu í þeirri byggð alla tíð.
