Steinvör Arnfríður Bjarnadóttir fæddist í Húnavatnssýslu árið 1873. Dáin í Vatnabyggð í Saskatchewan 15. október, 1952.
Maki: 1892 Þorsteinn Sigfússon f. í Eyjafjarðarsýslu 17. janúar, 1867, d. 22. ágúst, 1924.
Börn: 1. Bjarni f. 10. mars, 1893 2. Sigfús f. 18. febrúar, 1895 3. Eggert f. 12. júlí, 1897 4. Sigríður f. 25. nóvember, 1899 5. Sigurður f. 27. júní, 1902 6. Aðalsteinn f. 3. apríl, 1904 7. Gunnar f. 31. desember, 1906 8. Theodór f. 4. júní, 1909, d. 1919 9. Valdimar f. 17. september, 1911 10. Ethel f. 23. nóvember, 1915, d. 1919.
Steinvör var dóttir Bjarna Dagssonar og Sigríðar Eggertsdóttur. Þorsteinn fór með foreldrum sínum vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876. Þau settust að í Nýja Íslandi en fluttu þaðan árið 1880 í Thingvallabyggð í N. Dakota. Þorsteinn nam land í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1905 og flutti fjölskyldan á það ári síðar.
