Ingibjörg Jónsdóttir fæddist 10. júní, 1883 í Dalasýslu.
Maki: 1901 Jósef Oddsson f. 9. febrúar, 1875. J. O. Magnusson vestra.
Börn: 1. Emily 2. Lára Sigurrós 3. Katrín Margrét 4. Esther Steinunn 5. Florence Ólína 6. Alice Jónína.
Ingibjörg var nokkra vikna þegar foreldrar hennar, Jón Jónasson og Katrín Guðbrandsdóttir fluttu með hana vestur til N. Dakota. Jósef fór vestur með frænku sinni Halldóru Jósefsdóttur og hennar manni árið 1888. Þau settust að í Hallson í N. Dakota þar sem foreldrar hans, Oddur Magnússon og Margrét Ólafsdóttir og systkini höfðu sest að árið 1886. Þarna bjó Jósef fram yfir aldamót en þá flutti hann og Ingibjörg til Blaine í Washingtonríki. Þar rak hann vefnaðarvöruverslun. Seinna flutti hann þaðan til Lynden í sama ríki en þar var hann búsettur árið 1960.
