
Guðrún H Snorradóttir og Hermann Jónsson Mynd í eigu afkomenda Kristjönu Jónsdóttur
Guðrún Snorradóttir fæddist í Winnipeg 24. desember, 1886. Dáin í Vancouver 12. október, 1971.
Maki: 1911 Hermann Jónsson f. í S. Þingeyjarsýslu árið 1888. Dáinn í Vancouver árið 1965. Herman Johnson vestra.
Börn: 1. Hallfríður Guðrún 2. Jón Hermann 3. Jóhann Baldur 4. Sigríður Nanna 5. Halli. Fósturdóttir Kristjana Indriðadóttir Skordal.
Hermann fór vestur með föður sínum, Jóni Jónssyni frá Mýri og systkinum árið 1903. Fylgdi honum fyrstu árin en nam seinna land í Vatnabyggð í Saskatchewan. Guðrún var dóttir Snorra Jónssonar Reykjalín og Guðrúnar Davíðsdóttur sem vestur fluttu árið 1883. Jóhann Gottfred Þorgeirsson og kona hans, Hallfríður Jónsdóttir tóku Guðrúnu í fóstur. Guðrún var einstaklega músíkölsk, lék m.a. á píanó með hljómsveitinni í Kandahar. Hermann þótti söngmaður góður, söng bassa með kirkjukór lúthersku kirkjunnar.
