Sveinbjörg Sveinsdóttir

ID: 19424
Fæðingarár : 1889
Fæðingarstaður : V. Skaftafellssýsla
Dánarár : 1973

Sveinbjörg Sveinsdóttir fæddist árið 1889 í Efriey í V. Skaftafellssýslu. Dáin í Saskatchewan árið 1973.

Maki: 1915 Sigurður Guðnason fæddist í S. Þingeyjarsýslu árið 1879, d. í Vatnbyggð árið 1957.

Börn: 1. Lára (Laura) f. 1919 2. Hafsteinn f. 1921 3. Karl (Carl) f. 1923. Fyrsta barn þeirra, Hafsteinn d. árið 1918.

Sigurður fór vestur með foreldrum sínum og systkinum til Winnipeg í Manitoba árið 1893. Ólst upp í Argylebyggð og nam land í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1906. Bjó í Kandahar/Dafoe byggð. Sveinbjörg var dóttir Sveins Ingimundssonar og Karítasar Þorsteinsdóttur í Efriey V. Skaftafellssýslu. Bróðir hennar var Jóhannes Kjarval, listmálari. Hún fór vestur í Vatnabyggð til að heimsækja systur sína Olgu (Olgeirínu), sem þangað var komin. Þar kynntist hún Sigurði. Sveinbjörg fór heim til Íslands árið 1964, með systur sinni og þremur bræðrum.