ID: 5102
Fæðingarár : 1868
Fæðingarstaður : Strandasýsla
Dánarár : 1944
Jónas Björnsson fæddist 24. júní, 1868 í Strandasýslu. Dáinn 2. mars, 1944 í Mikley í Nýja Íslandi.
Ókvæntur og barnlaus.
Jónas fór vestur til Winnipeg árið 1887 og fór rakleitt til systur sinnar, Önnu, sem bjó í Garðarbyggð í N. Dakota. Hún giftist Kristjáni Samúelssyni bónda þar í sveit árið 1886. Jónas var hjá þeim í nærri tuttugu ár, fór þaðan norður að Winnipegvatni og settist að í Poplar Park. Hann stundaði fiskveiðar á vatninu og vann við húsbyggingar í Winnipeg milli vertíða. Hann flutti norður í Mikley árið 1914 og bjó í Reynistað eftir það. Alls fluttu sjö systkini hans til Vesturheims.
