Magnússína Sigurrós Pálsdóttir fæddist í Vatnbyggð. Dáin árið 1964. Yfirleitt Rosa vestra.
Maki: Guðmundur Guðmundsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1877.
Börn: 1. Olga 2. Esther 3. Leo 4. Guðmundur Allan 5. Páll (Paul) 6. Ted 7. Gerry
Guðmundur fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 með móður sinni, Halldóru Þórðardóttur og systrum. Halldóra dó ári síðar og fór Guðmundur þá til Tryggva Friðrikssonar, landnámsmanns í Argylebyggð. Hann fór með fjölskyldu Tryggva norður í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1906. Guðmundur nam land í Wynyardbyggðinni en seldi það seinna og flutti í Wynyard þorp. Magnúsína var dóttir Páls Jónssonar og Snjólaugar Jóhannsdóttur, sem bjuggu í Kandahar í Vatnabyggð.

Aftast Ester og hennar maður Arthur, þá Leó og Olga kona hans, Páll og Yvonne, kona hans, þá Joyce, kona Gerry, Ted og kona hans Isobel, þá Allan og kona hans Irene, heldur á dóttur þeirra Geraldine og loks fjölskylduvinur, John H. P. Johnson. Sitjandi eru börn Ester og Arthur, Debra, Karen, Kurt. Þá Magnúsína og Guðmundur og loks Gordon, sonur Allan. Myndin tekin árið 1955. RbQ
