Jón Hjartarson fæddist 17. september, 1880 í Strandasýslu. Dáinn 21. október, 1962. John Hjörtson vestra.
Maki: 1) Þorgerður Aldís Ólafsdóttir f. í N. Dakota, d. 30. janúar, 1918 2) Margrét Bjarnadóttir f. í N. Dakota árið 1886, d. 29. október, 1944.
Börn: Með Þorgerði 1. Margrét f. 1916, d. 1989.
Jón var tekinn í fóstur af Oddi Jónssyni og Ingveldi Samúelsdóttur og fór með þeim vestur til Garðar í N. Dakota árið 1883. Þorgerður var dóttir Ólafs Ólafssonar úr Eyjafirði og konu hans Friðriku Friðriksdóttur. Þau fluttu vestur árið 1882 og settust að suður af Mountain í N. Dakota. Foreldrar Margrétar voru Bjarni Bjarnason og Sigríður Jóhanna Samúelsdóttir úr Strandasýslu, landnemar í Garðarbyggð árið 1882. Jón bjó á jörð sinni til ársins 1947, flutti þá til dóttur sinnar í Grand Forks.
