Gestur Oddleifsson

ID: 5144
Fæðingarár : 1868
Fæðingarstaður : Strandasýsla
Dánarár : 1942

Gestur Oddleifsson og Þórey Stefansdóttir Mynd Almanak 1932

Gestur Oddleifsson: Fæddur í Strandasýslu 24. janúar, 1868. Dáinn í Geysisbyggð 31. desember, 1942

Maki: 1885 Þórey Stefánsdóttir f. 2. júlí, 1867 í N. Múlasýslu, d. 15. október, 1946.

Börn: 1. Oddleifur 2. Una 3. Stefanía Sigurbjörg 4. Ingibjörg Arin 5. Gestur Stefán 6. Sigurður Óskar f. 7. desember, 1895 7. Þórey Sigríður 8. Sigurbergur 9. Jóhannesína 10. Mabel Lára

Gestur fór með foreldrum sínum vestur árið 1874 og dvaldi í Kinmount í Ontario í eitt ár. Þaðan til Nýja Íslands árið 1875 og bjuggu í Gimli.

Gestur og Þórey tóku land í Geysirbyggð og settust þar að árið 1885. Þar heitir Hagi.

Þórey kom vestur með sínum foreldrum árið 1876 og settist fjölskyldan að í Breiðuvík í Nýja Íslandi. Kölluðu staðinn Ljósaland.