ID: 19451
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla
Halldór Guðmundsson var fæddur í Eyjafjarðarsýslu.
Ókvæntur.
Barn: 1. Ingibjörg.
Halldór munhafa flutt vestur nokkuð snemma á Vesturfaratímabilinu. Hann fór til N. Dakota og var þar til ársins 1899. Fór þá til Íslands en kom aftur ári síðar. Settist þá að í Morden byggð í Manitoba, nam land en bjó þar aldrei. Var lengst á heimili Sigríðar Gunnlaugsdóttur og sonum hennar Benóní Stefánssyni og Sigurði Snorra og Oddi Tryggva Oddssona. Varð blindur og flutti þá til Ingibjargar, dóttur sinnar, sem þá bjó í Mouse River í N. Dakota.
