ID: 5186
Fæðingarár : 1871
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Jón Jónsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1871. John J. Ruthford vestra.
Maki: 1898 Lilja Þorsteinsdóttir f. árið 1876 að Laugalandi í Eyjafjarðarsýslu.
Börn: Upplýsingar vantar.
Jón flutti vestur til Milwaukee í Wisconsin árið 1873 með foreldrum sínum, Jóni Jónssyni og Karólínu Magnúsdóttur. Þau settust að í Dane County og seinna, árið 1881 í Columbia County. Fluttu þaðan árið 1883 til N.Dakota. Lilja flutti vestur til N. Dakota með móður sinni, Lilju Ólafsdóttur árið 1883. Jón og Lilja fluttu vestur að Kyrrahafi árið 1899 og settust að í Skagit sýslu í Washington. Bjuggu þar alla tíð.
