Jón B Jónsson

ID: 19464
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1892
Fæðingarstaður : Winnipeg

Jón Bjarni Jónsson fæddist 7. ágúst, 1892 í Winnipeg.

Maki: 18. febrúar, 1919 Jónína Herdís Ólafsdóttir.

Börn: 1. Marsilía 2. Benedikt Ingimundur 3. Ólöf Júlía.

Jón Bjarni var sonur Ingimundar Jónssonar og Marsilíu Halldórsdóttur. Hann fór árið 1894 með foreldrum sínum í Grunnavatnsbyggð og þaðan suður í Brownbyggð árið 1907. Árið 1916 gekk hann í kanadíska herinn en vegna heilsubrests var hann ekki sendur á vígvöll heldur þjónaði hann í landvarnarliði Kanada í Quebec. Árið 1919 keypti hann land af föður sínum í Brownbyggð og þar bjó fjölskyldan síðan. Jón þótt bókhneigður og íslenskur í anda og tók virkan þátt í félagsmálum.