
Grímur Þórðarson Mynd SÍND

Ingibjörg Snæbjörnsdóttir Myndir SÍND
Grímur Þórðarson fæddist 16. júní, 1854 í Mýrasýslu. Dáinn 23. apríl, 1911 í N. Dakota. Thordarson vestra.
Maki: 7. nóvember, 1889 Ingibjörg Snæbjörnsdóttir f. 23. apríl, 1861 í Snæfellsnessýslu, d. 24. október, 1960.
Börn: 1. Solveig Sigríður f. 1. desember, 1890 2. Þórður Valdimar f. 2. nóvember, 1892 3. Guðrún f. 15. október, 1894 4. Olavia Ruth f. 2. desember, 1895 5. Þyrí (Thyri) 6. júlí, 1898 6. Dorothy f. 31. desember, 1899 7. Júlía May f. 3. maí, 1901.
Grímur flutti vestur til Milwaukee í Wisconsin ásamt foreldrum sínum og systkinum. Þar lést faðir hans, Þórður Árnason tveimur mánuðum eftir komu þeirra þangað. Móðir Gríms, Guðrún Grímsdóttir fór þá í vist hjá norskum bónda í Danesýslu nærri Madison í Wisconsin. Þar voru þau til ársins 1876 en þá fóru þau í íslensku byggðina í Shawano sýslu þar sem þau voru til ársin 1880. Þá fluttu þau í Garðarbyggð í N. Dakota. Ingibjörg flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum árið 1883.
