Jón Á Björnsson

ID: 5272
Fæðingarár : 1858

Jón Ágúst Björnsson fæddist í Hínavatnssýslu árið 1858. Burns vestra.

Maki: Sumarrós Brynjólfsdóttir f. í Húnavatnssýslu 1859. Rósa vestra.

Börn: 1. Halldór f. 1893 2. Þorvaldur f. 1894 3. Ingibjörg Þórunn Elízabet f. 1896 4. Jón 5. Brynjólfur Haraldur f. 1902 6. Eggert Arinbjörn f. 1904.

Jón flutti til Vesturheims árið 1881 og bjó fyrst í Winnipeg í þrjú ár. Þaðan lá svo leið hans vestur til Seattle í Washington þar sem hann bjó þangað til hann settist að á Point Roberts árið 1893. Þar nam hann land, nánast allt skógi vaxið. Hann hreinsaði það og byggði gott hús sem lengi var talið eitt vandaðasta á tanganum.