
Friðrika Friðriksdóttir Mynd The Winnipeg Tribune 16. apríl, 1949.
Friðrika Friðriksdóttir f. 27. mars, 1879 í Winnipeg. Dáin þar í borg 26. febrúar, 1952.
Maki: 25. september, 1877 Halldór Þórólfsson fæddist 26. október, 1879 í Dalasýslu. Dáinn í Winnipeg 28. janúar, 1956.
Börn: 1. Pearl f. 25. september, 1904 2. Frank f. 1914, d. 1975.
Friðrika var dóttir Friðriks Sigurbjörnssonar frá Sjávarlandi í Þistilfirði og Sigríðar Jónsdóttur frá Litlu-Strönd við Mývatn, sem gefin voru saman í Winnipeg 25. september, 1877 af séra Páli Þorlákssyni. Var Friðrika fyrsta íslenska stúlkan fædd í Winnipeg. Halldór var sonur Þórólfs Jónssonar í Miðdölum og Halldóru Halldórsdóttur. Hún lést þegar Halldór var á þriðja ári. Hann flutti vestur árið 1887 með fósturforeldrum sínum, Eyjólfi Halldórssyni og Guðrúnu Jónsdóttur. Þau settust að í Winnipeg og þar lærði Halldór trésmíði. Snemma fékk Halldór áhuga á tónlist og var lengi virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi í borginni. Hann stjórnaði kórum og lék í lúðrasveit.
