
Baldvin Helgason Mynd Almanak 1931
Baldvin Helgason fæddist í S. Þingeyjarsýslu 15. september, 1826. Dáinn 24. febrúar, 1905 í Warrenton í Oregon.
Maki: 13. maí, 1849 Soffía Jósafatsdóttir f. 9. september, 1831, d. 23. október, 1902.
Börn: 1. Ásgeir Vídalín f. 9. desember, 1851 2. Friðrika Soffía f. 1. janúar 1853 3. Helga Steinvör f. 1854, d. 1857 4. Jósefína Hólmfríður f. 31. október, 1857 5. Helga Steinvör f. 3. desember, 1858 (skáldkonan Undína) 6. Oddný Júlíana f. 1. júlí, 1860, d. 1864 7. Jósafat Helgi f. 18. október, 1861, d. 1864 8. Andvana dóttir f. 1864 9. Jósafat Helgi f. 5. júlí, 1866 10. Baldvin Tryggvi f. 2. desember, 1868. 11.Óli Pétur f.8. september 1873 í Ontario. Dó í æsku.
Þau fluttu vestur til Ontario í Kanada árið 1873. Hann var einn stofnenda íslensku byggðarinnar í Rosseau í Ontario og bjó þar til ársins 1881. Flutti þá vestur í Pembinabyggð í N. Dakota og nam svo land í Garðarbyggð. Bjó nokkuð í Mountain en þaðan lá leiðin í Selkirk í Manitoba. Næst flutti hann til Crookston í Minnesota og þaðan lá svo leiðin um aldamótin vestur að hafi þar sem hann lést..
