Ásgeir V Baldvinsson

ID: 5500
Fæðingarár : 1851
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Ásgeir Vídalín Baldvinsson fæddist árið 1851 í Húnavatnssýslu. Skrifaði sig A. V. H. Baldwin.

Maki: Katrín Gísladóttir f. í Mýrasýslu árið 1867.

Hann fór vestur til Ontario með foreldrum sínum og systkinum árið 1873. Foreldrar hans voru Baldvin Helgason og Soffía Jósafatsdóttir.  Hann fór með þeim í íslensku nýlenduna í Rosseau í Muskoka héraði sama ár og var þar til ársins 1881 en flutti þá í Garðarbyggð í N. Dakota.  Sneri til baka til Rosseau árið 1886 og keypti bújörð af Davíð Davíðssyni. Árið 1908 flutti Ásgeir vestur til Edmonton í Alberta og settist að vestur af borginni.  Þaðan lá leiðin loks vestur að Kyrrahafi og settist Ásgeir að við Campell ána á Vancouver eyju.